[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Samræmdu prófin

Úr Wikibókunum

Höfundur Guðrún Kristjánsdóttir

Nú fer að líða að því að nemendur 4. og 7. bekkjar taki samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði. Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk eru haldin í október ár hvert. Öllum nemendum er skylt að þreyta samræmdu könnunarprófin, njóti þeir ekki undanþágu frá próftöku samkvæmt reglugerð.


Námsmatsstofnun hefur haft þann sið að birta á netinu prófhefti samræmdra prófa ásamt matsreglum prófa síðastliðinna fjögurra ára. Prófheftin koma á vefinn strax að loknu prófi en matsreglurnar þegar einkunnir hafa verið afhentar.

Á þessari síðu Námsmatsstofnunar má finna krækjur inn á samræmd könnunarpróf áranna 2002-2005, þannig geta t.d. kennarar og foreldrar skoðað eldri próf með nemendum/börnum sínum. Á fyrrnefndri krækju má einnig finna svör við prófunum.