[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Vefleiðangrar/Afríka

Úr Wikibókunum
(Endurbeint frá Afríka)

Kynning

[breyta]
Mynd af Afríku

Kæru landkönnuðir 9. bekkjar. Ykkur hefur verið falið að takast á hendur ferð til heimsálfunnar Afríku. Á ferð ykkar ber ykkur að komast að því hversu margar þjóðir byggja heimsálfuna, stutt yfirlit yfir menningu, sögu og dýralíf.

Verkefni

[breyta]

Skiptið ykkur upp í þriggja manna hópa þar sem hver hópur tekur fyrir einn þátt heimsálfunnar. Sem dæmi má nefna að hópur 1. tekur legu Afríku og ríkjaskiptingu. Hópur 2. tekur menningu hverrar þjóðar fyrir sig o.sfr.v Við ætlum að búa til möppu um Afríku þar sem helstu upplýsingar koma fram. Vinnan mun byggjast á upplýsingaöflun og unnið er úr upplýsingunum með skýrslugerð.


Bjargir

[breyta]

http://www.lonelyplanet.com/worldguide/destinations/africa

Þessi slóð hjálpar ykkur að finna upplýsingar um þau mismunandi lönd sem byggja Afríku.

http://skolavefurinn.is/lok/almennt/ymislegt/land_ethiopia_A.htm

Frekari fróðleikur um Afríku og þá sérstaklega um Eþíópíu.

http://www.visindavefur.is/

Vísindavefurinn, haldgóðar upplýsingar um Afríku, s.s. stærð o.fl. Nauðsynlegt er að slá inn leitarorðið "Afríka".

http://www.infoplease.com/index.html

Á síðu infoplease, þá þurfið þið að smella á "Atlas", smellið síðan á Afríku og þar er allar þær upplýsingar að fá sem þið þurfið um Afríku og öll afrísku ríkin.


Ferli

[breyta]

1) Í byrjun verkefnis er bekknum skipt í þriggja manna hópa.

2) Hver hópur fær sitt verkefni þar sem verkefnin eru þríþætt; skoða menningu, sögu, dýralíf og að lokum heimsálfuna sjálfa ásamt því að einn hópur hefur það verkefni að búa til forsíðu fyrir skýrslugerðina þar sem fram kemur mynd af heimsálfunni og skipting ríkjanna.

3) Allar upplýsingar fyrir hópana er að finna á fyrrnefndum vefslóðum.

4) Þegar aflað er upplýsinga er gott að prenta út það sem á að nota, vinna síðan úr þessum upplýsingum og setja í skýrslu, þar sem fram kemur gróflega fræðsla um t.d. menningu hinna ýmsu ríkja Afríku.

5) Skýrslugerðin á að vera einföld: Inngangur - um hvað er verið að fjalla, Inntak - upplýsingarnar og að lokum eigið mat á því hvernig verkefnið gekk, og hvað þið hafið lært af því.

6) Þegar allir hópar hafa lokið sinni vinnu þá er skýrslunum raðað saman og búið til hefti.

7) Þetta hefti verður aðgengilegt fyrir alla nemendur í 9. bekk þegar á þarf að halda.


Mat

[breyta]

Áhersla verður lögð á að meta virkni í hópastarfinu. Hvernig leiðbeiningum er fylgt sem og samvinna hópsins.


Niðurstaða

[breyta]

Hvað höfum við lært um heimsálfuna Afríku? Erum við fróðari en áður? Hefur hópaskipting og samvinna skilað sér? Þetta verður lokapunkturinn í verkefnavinnunni. Vonandi eruð þið einhvers fróðari.

Höfundur

[breyta]

Helga Hanna Þorsteinsdóttir